Lögreglusálfræði

Hægt er að halda því fram að hver þáttur spillingarferlis sé tími fyrir ákvörðun. Þrjár af neðangreindum spurningum er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að en ein ekki. Hver er ekki meðal þeirra spurninga sem maður á að spyrja sig?
Á ég að gera viðkomandi þennan greiða?
Hvernig get ég hagnast á því?
Þarf ég að halda einhverju leyndu?
Mun ég skaða embættið?
Konur eru í mestri hættu um að verða fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi ______________, karlmenn eru í mestri hættu að verða fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi_______________, auknar líkur eru á að afbrot sé tilkynnt _______________.
Þeirra sem þær þekkja, þeim sem þeir þekkja; ef brotið er smávægilegt
Þeirra sem þær þekkja; ókunnugra; ef um er að ræða alvarlegt brot
Ókunnugra; ókunnugra; ef brotaþoli ber traust til lögreglunar
Ókunnugra; ókunnugra; ef brotaþoli er hræddur við geranda
Í námsefninu kom fram að félagslegum þáttum spillingar mætti skipta í þrjá flokka. Hver eftirfarandi flokka er ekki meðal þeirra:
Áhrif félaga.
Félagsleg menning.
Stefna / reglur.
Ytri áhrif.
Hvað getum við sjálf gert til að varna því að við þróum með okkur spillta hegðun?
Við þurfum að taka okkur auka tekjur
Við þurfum mikið af skömmum og refsingu
Við getum ekkert gert, við bara fæðumst spillt eða óspillt.
Við þurfum innsæi og hæfni
Hvað er átt við að annars stigs brot (secondary victimization)?
Skaðinn sem aðstandendur brotaþola verða fyrir í tengslum við brot
Enginn svarmöguleiki er réttur
Afleiðingar brotsins fyrir brotaþola s.s. kvíði og þunglyndi
Neikvæð endurupplifun brotaþola af atviki t.d. vegna ónærgætni heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir brotaþola
Í Bandaríkjunum hafa yfir 260 fangar verið látnir lausir og hreinsaðir af brotum sem þeir voru dæmdir fyrir áður en DNA gögn voru notuð. Rangar ábendingar sjónarvotta voru einn þeirra þátta sem leiddu upphaflega til sakfellingar í yfir _______ mála.
38%
75%
10%
95%
Nokkur dæmi eru um trú á gervivísindi (pseudoscience) innan lögreglunnar. Eitt besta dæmi um það er graphology (rithandarlestur til að meta persónuleika eða sálmeinafræði). Satt eða ósatt?
Ósatt.
Satt.
Til hvaða einkennamynsturs vísar hugtakið lögreglumenning?
Hegðun.
Skoðanir
Allir svarmöguleikar eru réttir.
Samskipti
Undir hvaða kringumstæðum ber lögreglunni skylda til að tilnefna brotaþola réttargæslumann og hvaða hlutverk hefur réttargæslumaðurinn?
Þegar brotaþolar eru þolendur kynferðisbrota undir 18 ára aldri og hlutverk réttargæslumanns er að gæta hagsmuna brotaþola.
Þegar brotaþolar eru börn og þolendur ofbeldisbrota, réttargæslumaður setur fram bótakröfu fyrir hönd þolenda og leiðbeinir lögreglu við skýrslutöku.
Þegar þolandi óskar eftir nálgunarbanni, hlutverk réttargæslumanns er að tilkynna til lögreglu með formlegum hætti ef nálgunarbann er brotið.
Þegar brotaþolar verða fyrir líkamlegum og/eða andlegum skaða vegna brots, hlutverk réttargæslumanns er að meta afleiðingar brotsins á brotaþola.
Hvers konar skekkju í hugsun er verið að lýsa í dæminu hér fyrir neðan: Þú ert að spjalla við samstarfsmann um daginn og veginn og í samtalinu segir hann þér frá því að barn hans sé að stunda nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Þú spyrð á móti hvort stelpan hans sé komin langt í náminu. Samstarfsmaðurinn leiðréttir þig og segir að hann eigi strák sem er í hjúkrunarfræði ekki stelpu.
Einstaklingshyggju (individuation)
Menningarhæfni (cultural compentency)
Staðalímyndun (Sterotyping)
Aldurstengdir fordómar (explicit ageism)
Hvaða aðferð við skýrslutökur hjá lögreglu byggir á eftirfarandi forsendu? „Án þess að afbrotamaður sé staðinn að verki játar hann yfirleitt ekki nema eftir ýtarlega yfirheyrslu í einrúmi þar sakborningur er sannfærður um að best sé að játa, stundum með brögðum og blekkingu.“
Fullyrðingin á við bæði Reid aðferðina og Hugræna viðtalið.
Reid aðferðin (the Reid Technique; Inabau, Buckley og Reid).
Hugræna viðtalið (Cognitive interview).
Djúpa samhengisviðtalið (Deep contextual interview).
Hver eftirfarandi fullyrðinga fellur best að skilgreininginu á gerð geðmyndar (offender profiling) samkvæmt kennsluefni?
Söfnun brotatengdra upplýsinga til að búa til tilgátu um mögulega atburðarás afbrotsins.
Söfnun GPS staðsetningahnita til gerðar landfræðilegrar kortlagningar ferðalags brotamanns.
Ferli þar sem reynt er að komast að því hvort sami brotamaður hafi framið röð afbrota.
Ferli þar sem einkenni brotamanns eru dregin fram út frá einkennum brotsins.
Hver eru tengsl Reid yfirheyrsluaðferðarinnar við falskar játningar?
Aðferðin eykur líkurnar á fölskum játningum.
Allir valmöguleikarnir eru réttir.
Aðferðin greinir nokkuð vel falskar játningar sem settar eru fram sjálfviljugar.
Aðferðin greinir þrjá flokka falskra játninga.
Kenning Ekman’s um lygar gerir ráð fyrir að:
Leki á óviðeigandi tilfinningum (inappropriate emotion) birtist í hegðun, í tilteknu samhengi og með tilteknu innihaldi, sé raunveruleg vísbending um að einhver geti verið að ljúga.
Innihald þess sem sagt er, í tilteknu samhengi, sé raunveruleg vísbending um að einhver geti verið að ljúga.
Leki á óviðeigandi tilfinningum birtist í taugaboðum sem auðvelt er að greina með fMRI skanna.
Leki á óviðeigandi tilfinningum (inappropriate emotion) sjáist alltaf í andlitum þeirra sem ljúga og því þurfi að horfa á andlitsföll fólks.
Rannsóknir hafa sýnt að menn játa á sig afbrot sem þeir hafa framið við yfirheyrslu hjá lögreglu af þremur megin ástæðum:
Undanlátssemi (compliance), sefnæmi (suggestibility) og hvatvísi (impulsivity).
Skynjuðum sönnunarmöguleikum lögreglu (perception of proof), innri þrýstingi (internal pressure) og ytri þrýstingi (external pressure).
Innri þrýstingi (internal pressure), ytri þrýstingi (external pressure) og sefnæmi (suggestibility).
Skynjuðum sönnunarmöguleikum lögreglu (perception of proof), ytri þrýstingi (external pressure) og sefnæmi (suggestibility).
Spurningar sem verða fyrir áhrifum tilgátu (hugmyndum) þess sem stýrir yfirheyrslunni og gefa þannig í skyn hvert rétta svarið er, kallast:
Lokaðar spurningar.
Leiðinlegar spurningar.
Tilgátusefnæmis spurningar
Leiðandi spurningar.
Tenging afbrota (crime linkage) byggir á tveimur forsendum. Þær eru:
Einsleitni hegðunar og stjórnleysi.
Stöðugleiki hegðunar og sérkenni hegðunar.
Sérkenni hegðunar og landfræðileg staðsetning.
Gáfur og útlit.
Til eru þrjár tegundir geðmyndagerða (profiling). Einni aðferðinni er lýst á eftirfarandi hátt: „Túlka ástæður brotamanns út frá sálfræðilegum kenningum t.d. persónuleikakenningum til að gera spá um hvað einkennir hann.“ Hvaða aðferð er hér lýst?
FBI aðferðinni.
Klínísku aðferðinni.
Engri þeirra aðferða sem nefndar eru í hinum valmöguleikunum.
Tölfræði aðferðinni.
Við skýrslutöku hjá lögreglu skiptir innihald þess sem sagt er miklu máli. Hvert eftirfarandi atriða er ekki meðal þeirra atriða sem gefa vísbendingar um hvort framburður er raunverulegur eða blekking:
Óbeinar staðhæfingar.
Tímaröð.
Þrálátar endurtekningar á sama atriðinu.
Smáatriði.
Þegar nokkrar túlkanir eru mögulegar velur fólk þá túlkun sem er í samræmi við skoðun sína. Þetta er dæmi um:
Staðfestingaskekkjan (confirmation bias).
Aðstæðubundinn þáttur (Circumstance factor).
Enginn svarmöguleikanna er réttur.
Tiltækiregluna (Availability heuristic).
Þórir var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Í áhættumati sem var gert á honum fyrir reynslulausn kom fram að það væru 25% líkur á því að hann myndi fremja sambærilegt brot á næstu 10 árum. Hvers konar áhættumatstæki hefur verið notað til að spá fyrir um framtíðar brotahegðun Þóris?
Matstæki sem byggir á tölfræðilegri nálgun (acturial assessment)
Matstæki sem byggir á áhættumiðlun (risk communication)
Matstæki sem byggir klínískri nálgun (clinical assessment)
Matstæki sem byggir á faglegri/skipulagðri klínískri nálgun (structured professional judgement)
Lögreglumenn nr. 1143 og 1654 voru sendir á vettvang líkamsárásar þar sem kom fram í tilkynningunni að maður hafði gengið í skrokk á konu og reynt að drekkja henni í læk. Eitt vitni varð að atvikinu og tilkynnti hann málið en gerandi var farinn af vettvangi. Sjúkralið kom samhliða lögreglu og lögreglumennirnir ákváðu að afla framburðar af vitninu. Hvaða aðferð væri skilvirkust í þessum aðstæðum?
Hugræna viðtalið á lögreglustöð
Self-Administered Interview (SAI)
Structured Interview Protocol (SIP)
Teikna mynd með aðstoð grafísks hönnuðar
Hvaða tegund ofbeldis í nánum samböndum er algengast skv. upplýsingum úr ársskýrslu Kvennaathvarfsins sem kynnt var í tíma?
Kynferðislegt
Stafrænt
Andlegt
Fjárhagslegt
Hvaða upplýsingar tengdar áhættumati er ólíklegast að komið að gagni við gerð viðbragðsáætlunar (risk management)?
Hvers konar eftirlit skal hafa með einstaklingnum sem um ræðir.
Hvar brotamaður afplánaði dóm sinn.
Hver er líklegur brotaþoli.
Hvers konar meðferð á að veita.
Hver eftirfarandi bjargráða (coping) er EKKI meðal algengustu bjargráða sem fólk grípur til sem verður fyrir eltihrelli?
Kæra eltihrellinn til lögreglu.
Tala við eltihrellinn.
Forðast eltihrellinn.
Svara ekki símtölum eltihrells.
Jóhanna varð vitni af líkamsárás á Laugarveginum um hádegisbilið á fimmtudegi. Lögreglumenn koma á vettvang og annar þeirra aflar framburðar frá henni. Eftir að hann er búinn að kynna sig spyr hann: „Geturðu sagt mér hvað gerðist?“. Hverskonar spurning er þetta skv. SIP leiðbeiningunum?
Rauð spurning – Lokaðar spurningar
Græn spurning – opnar spurningar (breidd)
Gul spurning – opnar spurningar (dýpt)
Appelsínugul spurning – hnitmiðaðar sp.
Páll starfar hjá Kaupfélagi Vestur Húnvetninga. Um klukkan fimm síðdegis á fallegum sumardegi kemur óvænt inn ungur maður, vopnaður hnífi, og krefur hann um allt lausafé verslunarinnar annars muni hann stinga hann. Lögreglumenn koma á vettvang eftir að ræninginn er farinn og meðal þeirra spurninga sem Páll er spurður: „Hélt maðurinn á hnífnum með hægri eða vinstri hönd?“. Hverskonar spurning er þetta skv. SIP leiðbeiningunum?
Gul spurning – opnar spurningar (dýpt)
Græn spurning – opnar spurningar (breidd)
Appelsínugul spurning – hnitmiðaðar sp.
Rauð spurning – Lokaðar spurningar
Hver eftirfarandi kenninga gerir ráð fyrir að ofbeldi í nánum samböndum sé tilkomið vegna þess að „gerandinn hafi upplifað/orðið vitni að ofbeldi í æsku og hefur þannig þróað með sér viðhorf sem styðja ofbeldi.“
Feminískar kenningar (feminist theory).
Fjölþáttakenningar (multimodal theory).
Félagsmótunar kenningar (social learning theory).
Tengslakenningar (attachment theory).
Hversu algengt er ofbeldi í nánum samböndum þar sem þolandinn er karlkyns samkvæmt stórum samantektarrannsóknum á sviðinu?
5%
25%
15%
10%
Ákveðinn samsláttur er milli þess að beita ofbeldi í nánu sambandi og eltihrells. Samkvæmt rannsóknum á því sviði hversu hátt hlutfall þerira sem beita ofbeldi í nánu sambandi eru einnig að eltihrella brotaþola meðan á sambandi þeirra stendur?
10%
40%
20%
30%
Einstaklingur sem verður skyndilega illa áttaður, óraunveruleikatengdur, hávær og afklæðist vegna hita er líklegast í:
æsingar óráðsástandi (excited delirium)
Áfalli (trauma)
Sjálfsvígshættu (suicidal)
Geðrofi (psychosis)
Eitt af eftirfarandi atriðum á við um kynferðisbrot gegn börnum:
Ítrekun kynferðisbrota gegn börnum hjá þeim sem hafa fengið meðferð er um 19% samkvæmt samantektarrannsókn Hanson og félaga (2009).
Í um 70% tilvika eru það karlmenn sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum.
Kynferðisafbrotamenn eru almennt um 3-5% af fangafjöldanum (bæði hér á landi og erlendis).
Brot gegn börnum eru í langflestum tilvikum (70-90%) framin af karlmönnum sem hafa tengsl við brotaþola.
Hvaða staðhæfing á best við um sjálfsvíg á Íslandi ?
Allt að 2/3 þeirra sem svipta sig lífi hafa reynt það áður.
Um 70% þeirra sem svipta sig lífi eiga við vímuefnavanda að stríða.
Konur eru jafn líklegar til svipta sig lífi og karmlenn.
Sjálfsvígstíðni á Íslandi er sú hæsta á norðurlöndunum.
Hver eftirfarandi fullyrðing um sakhæfi er rétt?
Réttarsálfræðingar eru þeir sem ákveða hvort einstaklingur sé sakhæfur eða ekki.
Að vera ósakhæfur er það sama og að vera saklaus.
Lagalega er það er ákvörðun dómara hvort að ósakhæfur einstaklingur hefur náð bata.
Þeir sem eru dæmdir ósakhæfir eru vistaðir á geðsjúkrahúsi í að minnsta kosti 6 ár.
Hver eftirfarandi kenninga gerir ráð fyrir að reynsla á borð við að hafa verið beitt/ur kynferðisofbeldi í æsku skýri að miklu leyti af hverju sumir þróa með sér barnagirnd?
Kynþroskamódel (sexualisation).
Forsendur Finklehor (preconditions).
Fjölkenningamódel (pathways).
Hugrænamódelið (cognitive).
Hvaða gerendur eru líklegastir til að ítreka brot sín þ.e. Fremja samskonar brot aftur og hljóta dóm þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum, samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á Íslandi og fjallað var um í fyrirlestri ?
Þeir sem eru greindir með barnagirnd
Þeir sem brjóta gegn drengjum
Þeir sem brjóta á börnum í gegnum netið - stafræn bort
Þeir sem brjóta gegn unglingsstúlkum
Hverju eru fræðimenn (Hare, Cooke o.s.fr) sammála um varðandi skilgreiningu á siðblindu (psychopathy)?
Að allir sem eru siðblindir verða uppvísir af því að brjóta lögin.
Að siðblindir séu fjórfalt líklegri til að ítreka afbrot en aðrir brotamenn og að um 10% almenns þýðis séu siðblindir.
Að siðblindir einstaklingar séu ekki ábyrgir gjörða sinna sökum þess að þeir vita ekki muninn á réttu og röngu.
Að samskipti þeirra við aðra, viðhorf til lífsins og skertar tilfinningar valda öðrum oft vanlíðan.
Hvað er vitað um konur sem gerendur í kynferðisbrotamálum þar sem brotaþoli er barn?
Þær eru flestar greindar með barnagirnd
Flestar eru yfir 30 ára þegar brotin eru framin
Þær eru líklegri til að brjóta gegn drengjum en stúlkum
Flestar brjóta gegn börnum undir 10 ára aldri
Samkvæmt rannsóknum á þeim sem hafa framið nauðgun (gegn fullorðnum) má segja að samanborið við aðra brotamenn (þá sem ekki fremja kynferðisbrot) eru:
þeir almennt eldri þegar þeir fremja brot sín.
þeir fremja flestir eingöngu kynferðisbrot (specialists) þegar kemur að brotum.
þeir sjaldnast undir áhrifum vímugjafa þegar þeir fremja brot sín.
þeir hafa sömu áhættuþættina og aðrir brotamenn.
Til að greinast með virkan geðsjúkdóm samkvæmt greiningarkerfum DSM eða ICD þarf hegðun einstaklings að uppfylla ákveðin skilyrði. Hvert eftirfarandi er ekki eitt af þeim skilyrðum?
Trufla daglega hegðun einstaklingsins.
Einkenni þurfa koma fram fyrir 16 ára aldur.
Hegðunin er tölfræðilegt frávik (normalkúrfu).
Valda einstaklingnum vanlíðan.
Athygliblinda (inattentional blindness) sýnir fram á
Hversu gríðarlega miklu magni upplýsinga í sjónsviði við getum unnið úr hverju sinni.
Að nóg sé að hafa verið á vettvangi brots til að það fangi athygli sjónarvotts.
Að við sjáum ekki hluti nema við horfum beint á þá.
Að við missum iðulega af atburðum í sjónsviði sem athygli okkar beinist ekki að.
Hvaða eftirfarandi ályktun um sáttarmiðlun (restorative justice), skv. Howitt, er rétt?
Sáttarmiðlun leggur áherslu á að brotþoli fái tækifæri til að tjá sig um afleiðingar brotsins við dómara svo hann geti tekið mið af því þegar hann kveður upp dóm yfir gerandanum.
Einn þáttur sem sáttarmiðlun leggur áherslu á er að brotaþoli fái sanngjarnar bætur fyrir brotið.
Allir þeir sem verða fyrir skaða í tengslum við brot geta tekið þátt í sáttarmiðlunarferlinu t.d. brotaþoli, aðstandendur, lögreglan og brotamaður. Meðal annars er horft til þess að auðvelda brotaþola og brotamanni að aðlagast aftur eftir brot.
Allir svarmöguleikar eru réttir
Hvaða útgáfa af spurningum í rannsókn Loftus og Palmer (1974) um 'hversu hratt var bifreiðunum ekið þegar ...?' kallaði fram hæsta mat þátttakenda á hraða?
þær klesstu á hvor aðra.
þær rákust á hvor aðra.
Enginn valmöguleikana er réttur.
þær snertu hvor aðra.
Hver af eftirfarandi leiðbeiningum var ekki meðal þeirra sem Wells og félagar lögðu til í grein sinni frá 1998?
Sjónarvottinum skal sagt fyrir sakbendinguna að sá sem stýrir sakbendingunni veit ekki hver sakborningur í þessu máli er.
Sakborningurinn á ekki að vera meira áberandi en hinir í sakbendingunni eða myndbendingunni miðað við fyrri lýsingar á hinum seka eða með öðrum hætti sem gæti dregið athygli að sakborningnum fram yfir aðra í sakbendingunni.
Skýr framburður skal tekinn af sjónarvottinum á meðan sakbending fer fram, áður en hann fær endurgjöf á það hvern lögreglan telur vera hinn seka.
Stjórnandi sakbendingar eða myndbendingar á að vita hver sakborningurinn er.
Í fyrirlestri og grein Árna Kristjánssonar (2014) var fjallað um mál þar sem starfsmaður bílaleigu/verkstæðis sagði að tveir menn hefðu komið og leigt bílinn sem Oklahoma sprengjan var í, en var að rugla saman tveimur atburðum. Þetta er dæmi um:
Samhengisáhrif (schemas).
Upprunarugling (source misattribution).
Tillöguáhrif (suggestibility).
Minnistenglsavillu (memory conjunction error).
Þegar spurt er um tíðni afbrota á almenningur það til að _________________ sbr. rannsókn Ainsworth og Moss (2000)?
Sækja sér upplýsingar um tíðni afbrota úr opinberum gögnum s.s. ríkissaksóknara
Ofmeta tíðni afbrota
Vanmeta tíðni afbrota
Vera almennt vel upplýstur um tíðni afbrota
Hvaða aðferð við skýrslutöku af vitnum hjá lögreglu er lýst með eftirfarandi hætti: „Skapa tengsl við vitnið, opnar spurningar að mestu, forðast leiðandi spurningar, þrengja viðtalið, byrjað á víðum spurningum og svo nákvæmari spurningar, samantekt í lok viðtalsins.“
Hugræna viðtalið (Cognitive interview).
Djúpa samhengisviðtalið (Deep contextual interview).
Fullyrðingin á við bæði Reid aðferðina og Hugræna viðtalið.
Reid aðferðin (the Reid Technique; Inabau, Buckley og Reid).
Til eru þrjár tegundir geðmyndagerða (profiling). Einni aðferðinni er lýst á eftirfarandi hátt: „Byggir fyrst og fremst á margbreytugreiningu (multivariate analysis) á hegðun og öðrum upplýsingum sem finnast á vettvangi afbrotsins. Niðurstaðan er síðan notuð til að álykta um einkenni og sálræn ferli afbrotamannsins.“ Hvaða aðferð er hér lýst?
FBI aðferðinni.
Tölfræði aðferðinni.
Engri þeirra aðferða sem nefndar eru í hinum valmöguleikunum.
Klínísku aðferðinni.
Áhættumat er fyrst og fremst framkvæmt í þeim tilfellum þar sem:
Brot hafa verið framin innan veggja fangesla.
Saksóknari óskar eftir því.
Um er að ræða brot sem ógna öryggi annarra.
Einstaklingur er talinn vera í sjálfsvígshættu.
Brotamaður er metinn með 5% líkur á ítrekun (recidivism) og þá líklegur til að fremja morð. Hvaða staðhæfing gefur skýrastu mynd af stöðunni?
Lág mat á áhættu (risk) og hátt mat á hættu (dangerousness).
Hátt mat á áhættu (risk) og lágt mat á hættu (dangerousness).
Hátt mat á hættu (dangerousness).
Lágt mat á ítrekun (recidivism).
Hver eftirfarandi fullyrðinga um áhættumatstæki er rétt?
Structured professional judgement (SPJ) áhættumatstæki leggur mat á frekari brotahegðun (risk) með því að meta bæði breytilega og stöðuga þætti (static/dynamic).
Áhættumatstæki sem byggja á tölfræðilegri úrvinnslu (acturial) hafa lítið sem ekkert forspársgildi.
Tölfræðileg áhættumatstæki (actuarial) eru aðallega byggð á breytilegum þáttum (dynamic factors).
V-RAG, Level of Service Inventory (LSI), Static 99, Risk, Needs and Responsivity (RNR) og Good Lives Model (GLM) eru öll dæmi um áhættumatstæki og eru notuð af lögrelgunni hérlendis.
Hver eftirfarandi fullyrðinga um B-SAFER er EKKI rétt
B-SAFER metur áhættuþætti er varða geranda
B-SAFER metur 15 mismunandi atriði
B-SAFER metur áhættuþætti er varða þolanda
B-SAFER niðurstöður haldast stöðugar yfir tíma
Hver eftirfarandi kenninga gerir ráð fyrir að ofbeldi í nánum samböndum sé tilkomið vegna þess að „gerandinn hafi upplifað/orðið vitni að ofbeldi í æsku og hefur þannig þróað með sér viðhorf sem styðja ofbeldi.“
Félagsmótunar kenningar (social learning theory).
Tengslakenningar (attachment theory).
Feminískar kenningar (feminist theory).
Fjölþáttakenningar (multimodal theory).
Hversu hátt hlutfall svaranda í könnun Ríkislögreglustjóra árið 2015 sagðist hafa orðið fyrir hegðun sem þau upplifðu sem eltihrell?
2%
7%
12%
17%
Hver eftirfarandi kenninga gerir ráð fyrir að reynsla á borð við að hafa verið beitt/ur kynferðisofbeldi í æsku af skýri að miklu leyti af hverju sumir þróa með sér barnagirnd?
Hugrænamódelið (cognitive).
Forsendur Finklehor (preconditions).
Fjölkenningamódel (pathways).
Kynferðismódel (sexualisation).
Samkvæmt kennsluefninu er streita:
Svörun og viðbragð líkamans við hvers kyns kröfum þægilegum eða óþægilegum
Áhyggjur yfir því sem er liðið og framtíðinni
Hugsanir sem fljúga svo hratt um hugan að við höfum ekki stjórn á þeim
Viðbrögð við leiðinlegu fólki sem gerir lífið leitt
{"name":"Lögreglusálfræði", "url":"https://www.quiz-maker.com/QPREVIEW","txt":"Hægt er að halda því fram að hver þáttur spillingarferlis sé tími fyrir ákvörðun. Þrjár af neðangreindum spurningum er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að en ein ekki. Hver er ekki meðal þeirra spurninga sem maður á að spyrja sig?, Konur eru í mestri hættu um að verða fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi ______________, karlmenn eru í mestri hættu að verða fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi_______________, auknar líkur eru á að afbrot sé tilkynnt _______________., Í námsefninu kom fram að félagslegum þáttum spillingar mætti skipta í þrjá flokka. Hver eftirfarandi flokka er ekki meðal þeirra:","img":"https://www.quiz-maker.com/3012/images/ogquiz.png"}
Powered by: Quiz Maker