Stóra Jóla Quiz-ið

Hvaða jólasveinn kemur 6. Til byggða?
Giljagaur
Þvörusleikir
Hurðaskellir
Askasleikir
Ómar Ragnarsson gaf út fimm jólaplötur á árunum 1965 – 1993. Hvaða jólasveinn var jafnan í aðalhlutverki á þessum plötum?
Gluggagjægir
Stúfur
Gáttaþefur
Hurðaskellir
Í hve mörg ár hafa Jólagestir Björgvins haldið upp á jólin með glæsibrag?
8
15
10
13
Hver er sögumaðurinn í bíómyndinni „How the Grinch Stole Christmas“ frá 2000 þar sem Jim Carrey fer með aðalhlutverkið sem the Grinch?
Jim Carrey
Dustin Hoffman
Anthony Hopkins
Tom Hanks
Jólaey (Christmas Island) er staðsett í suðaustur Asíu, nánar tiltekið í Indlandshafi með ca. 1700 íbúa og höfuðstaði sem útleggst á íslensku sem „Fljúgandi Fisk Flói“ en undir stjórn hvaða lands er Jólaey?
Ástralíu
Indónesíu
Víetnam
Nýja-Sjálands
Hver er jólamyndin? "Well, I don't know what to say except it's Christmas and we're all in misery."
Elf
How the Grinch Stole Christmas
Home Alone
Christmas Vacation
Jóladagatal sjónvarpsins „Á baðkari til Betlehem“ var fyrst sýnt árið?
1995
1999
1990
1980
Hvað nefnist þriðja aðventukertið?
Hirðakertið
Spádómakertið
Betlehemskertið
Englakertið
„Joulupukki“ er jólasveinn, á hvaða tungumáli?
Frönsku
Finnsku
Þýsku
Rússnensku
Óslóartréð er jólatréð á Austurvelli sem Norðmenn hafa fært Íslendingum að gjöf á hverju ári síðan?
1941
1945
1948
1951
Lovísa hét kærastan hans Klængs Sniðuga uppfinningamanns í jóladagatali sjónvarpsins en hvaða viðurnefni hafði hún?
Lovísa "með lærin þykku"
Lovísa "með liljuilminn"
Lovísa "með litlu tærnar"
Lovísa "með ljósa hárið"
Á Eldbjargarmessu skal slökkva jólaeldinn og síðustu jólaboðsgestir ríða frá garði. Hvaða dagsetningu fellur messan á?
27. desember
26. desember
6. janúar
7. janúar
Hvaða dagur hátíðanna er nefndur Stefánsdagur?
Þrettándinn
Annar í jólum
Gamlársdagur
Nýársdagur
Hvernig byrjar síðasta erindið í jólasálminum „Heims um ból“?
Heyra má himnum í frá...
Heimi í hátíð er ný...
Friður á jörðu því faðirinn er...
Frelsun mannanna, frelsisins lind...
Hvert var fyrsta íslenska jólalagið fyrir utan sálma, sem kom út á plötu?
Jólakötturinn
Hvít jól
Hin fyrstu jól
Það á að gefa börnum brauð
Hvaða ár var „Do They Know It‘s Christmas?“ er tekið upp á einum degi þann 3. desember?
1983
1984
1985
1986
Hver skrifaði söguna um Skrögg (A Christmas Carol)?
Thomas Hardy
Edgar Allen Poe
H. C. Andersen
Charles Dickens
Á ellefta degi jóla skrifaði Skrámur jólasveininum að hann væri búin að gera út af við hana mömmu. Hvort það hefði ekki verið nóg að hlusta á flautuleikarana, bumbuslagarana og átta feitu mjaltakellingarnar djöflast úti í garði, því nú hefðu hverjir bæst í hópinn?
11 álftir kvakandi
11 álkur gónandi
11 álftir syngjandi
11 álfar stökkvandi
Hvaða jólasveini er lýst svona í jólasveinavísum Jóhannesar frá Kötlum: "...var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór."
Þvörusleikir
Pottaskefill
Giljagaur
Stúfur
Konfekt molinn sem við sjáum hér er ekki lengur í kössum Nóa Síríus. Hvaða fylling var í molanum?
Kókos
Kirsuberja
Banana
Kiwi
{"name":"Stóra Jóla Quiz-ið", "url":"https://www.quiz-maker.com/QPREVIEW","txt":"Hvaða jólasveinn kemur 6. til byggða?, Ómar Ragnarsson gaf út fimm jólaplötur á árunum 1965 – 1993. Hvaða jólasveinn var jafnan í aðalhlutverki á þessum plötum?, Í hve mörg ár hafa Jólagestir Björgvins haldið upp á jólin með glæsibrag?","img":"https://cdn.poll-maker.com/US/96-4719308/photo-1603793303277-ed67787545e5.jpg?sz=1200-01260008540739805300"}
Powered by: Quiz Maker