Verðbréfaréttindi - lögfræði
Hlutabréf í Netbúðinni hf. Voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar á Íslandi árið 2017 og á aðalmarkaði kauphallarinnar í Danmörku árið 2019. Stjórn Netbúðarinnar hf. tók ákvörðun um taka hlutabréf félagsins úr viðskiptum í íslensku kauphöllinni árið 2022 en halda áfram að vera með hlutabréfin skráð í Danmörku. Íslenska kauphöllin tók ákvörðun um að taka hlutabréf Netbúðarinnar hf. Til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar þrátt fyrir neitun Netbúðarinnar hf. Hver eftirtalinna fullyrðinga er rétt?
Bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun á ekki við um viðskipta með hlutabréf í Netbúðinni hf. á Íslandi
Kauphöllin á Íslandi hefur ekki heimild til að taka hlutabréfin til viðskipta án samþykkis Netbúðarinnar hf.
Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur heimild til að afskrá hlutabréf í Netbúðinni hf. úr dönsku kauphöllinni
Netbúðinni hf. Er ekki skylt að sinna upplýsingaskyldu gagnvart skipulega markaðinum á Íslandi
Íslandsbanki hf. ákveður að óska eftir að hlutabréf í bankanum verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Í tengslum við það er 30% af öllu útgefnu hlutafé bankans boðið til sölu í almennu útboði. Í samræmi við gildandi reglur gefur bankinn út lýsingu og almenna útboðið fer síðan fram. Rúna Loftsdóttir tekur þátt í útboðinu og samþykkir að kaupa 10.000 hluti í bankanum. Áður en útboðstímabilinu lýkur (en eftir að Rúna samþykkir kaupin) koma í ljós mikilvægar nýjar upplýsingar sem varða Íslandsbanka sem eru talin geta haft áhrif á mat fjárfesta á hlutabréfunum. Í samræmi við lagakröfur er gefinn út viðauki við lýsinguna. Eftir að nýju upplýsingarnar koma fram vill Rúna ekki lengur kaupa hlutabréfin í Íslandsbanka. Hvaða úrræði hefur Rúna til að hætta við kaupin? (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Rúna hefur rétt til að afturkalla samþykki sitt fyrir kaupunum eins fljótt og auðið er en ekki síðar en mánuði frá birtingu viðaukans
Rúna hefur rétt til að afturkalla samþykki sitt fyrir kaupunum innan tveggja virkra daga frá birtingu viðaukans
Rúna þarf að senda tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins og óska eftir að kaupin séu ógild á grundvelli neytendasjónarmiða
Rúna hefur engin úrræði til að hætta við kaupin en hún getur selt hlutabréfin aftur þegar hlutabréfin hafa verið tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar
Samkvæmt Lýsingarreglugerð ESB nr. 2017/1129 er almenna reglan sú að þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði sem er staðsettur eða starfræktur innan Evrópska efnahagssvæðisins er gerð krafa um gerð, staðfestingu og dreifingu lýsingar. Skyldan til að birta lýsingu gildir hins vegar ekki um eftirfarandi tegund almennra útboða (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Almenn útboð verðbréfa þar sem heildarfjárhæð útboðs er hærri en jafnvirði 8.000.000 evra í íslenskum krónum að því gefnu að útboðið sé ekki tilkynningarskylt í samræmi við 25. gr. Lýsingarreglugerðarinnar
Útboð verðbréfa sem beint er til fjárfesta sem hver um sig kaupir verðbréf fyrir a.m.k. 1.000 evrur, í hverju útboði fyrir sig
Almenn útboð verðbréfa þar sem heildarfjárhæð útboðs er lægri en jafnvirði 8.000.000 evra í íslenskum krónum að því gefnu að útboðið sé ekki tilkynningarskylt í samræmi við 25. gr. Lýsingarreglugerðarinnar
Útboð verðbréfa sem beint er eingöngu til skynsamra fjárfesta
Hvaða háttsemi telst vera innherjasvik í skilningi reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR)?
Að miðla með ólögmætum hætti innherjaupplýsingum
Að tilkynna ekki Fjármálaeftirliti Seðlabankans þegar eignast er yfir 5% af atkvæðisrétti í hlutafélagi sem hefur hlutabréf sín til viðskipta á skipulegum markaði
Að nota innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf sem hafa verið tekin til viðskipta á markaðstorgi fjármálagerninga á Íslandi
Að innherji fullnægi gjaldfallinni samningsskyldu sem stofnað var til áður en innherjinn komst yfir innherjaupplýsingarnar
Að framfylgja viðskiptafyrirmælum viðskiptavinar um kaup á hlutabréfum sem hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum markaði þrátt fyrir að búa fyrir innherjaupplýsingum
Guðný starfar sem sjóðsstjóri hjá hlutabréfasjóði sem rekinn er af Rekstrarfélagi Lava banka hf. Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í hlutabréfum sem hafa verið tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands og á First North markaði Kauphallarinnar. Sjóðurinn hafði meðal annars fjárfest töluvert miklu í hlutabréfum í Icelandair Group hf. (Icelandair), sem er skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar. Í nóvember 2021 fór hlutabréfaverð í flugfélaginu að lækka töluvert vegna hertra aðgerða stjórnvalda í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Lækkunin á hlutabréfaverðinu leiddi til þess að virði hlutabréfasjóðsins sem Guðný rak lækkaði einnig. Mánudaginn 8. nóvember 2021 ákvað því Guðný að taka málin í sínar hendur og hafði samband við verðbréfamiðlara hjá Lava banka hf. (Lava banka), Unnstein, og sagði honum frá vandamálinu með lækkun hlutabréfaverðs í Icelandair. Fyrir lokun markaðar næstu fimm daga setti Unnsteinn kauptilboð fyrir hönd hlutabréfasjóðsins í hlutabréf í Icelandair til að hækka dagslokaverð bréfanna. Unnsteinn setti tilboðin inn rétt fyrir lokun markaðar þannig að það voru nánast engar líkur á því að kauptilboðin yrðu tekin. Guðný hafði tekið sérstaklega fram við Unnstein í smáskilaboðum að hún vildi alls ekki kaupa meira af hlutabréfum í Icelandair heldur aðeins að hækka verðið til að auka virði hlutabréfasjóðsins. Á þessum fimm dögum (8.-12. nóvember) hækkaði hlutabréfaverðið um 25%. Hafa einhverjar reglur verið brotnar? (merktu við þann möguleika sem er réttur)
Já, bæði Unnsteinn og Guðný hafa brotið gegn banni við markaðsmisnotkun samkvæmt 1. mgr. 117. gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
Já, aðeins Unnsteinn, sem framkvæmdi viðskiptin, hefur gerst sekur um markaðsmisnotkun samkvæmt 12. og 15. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR)
Nei, engin brot hafa verið framin
Já, Guðný hefur gerst brotleg við bann við innherjasvikum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. Og a- lið 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR)
Já, bæði Unnsteinn og Guðný hafa gerst sek um markaðsmisnotkun samkvæmt 12. og 15. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR)
Brot gegn lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki sæta aðeins rannsókn lögreglu (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Ef rannsókn lögreglu hefst á undan rannsókn Fjármálaeftirlitsins
Ef Fjármálaeftirlitið neitar að rannsaka mál þar sem um minniháttar brot er að ræða
Ef brotið er fyrnt
Ef Fjármálaeftirlitið hefur brotið til lögreglu
Hvaða upplýsingar teljast vera innherjaupplýsingar í skilningi 120. gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti?
Orðrómur sem á sér enga stoð í raunveruleikanum um að tvö skráð félög séu í samrunaviðræðum
Óopinberar upplýsingar um samrunaviðræður milli tveggja félaga sem hafa hlutabréf sín tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Viðræðurnar eru komnar langt á veg (gefur til kynna að þetta sé næginlega tilgreint)
Óopinberar upplýsingar um að einkahlutafélag muni skila miklum hagnaði á þessu ári
Óopinberar upplýsingar hjá félagi sem hefur hlutabréf sín tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði um að forstjóri félagsins muni skipta um skrifstofu
Verðbréfamiðlari býr yfir innherjaupplýsingum um fyrirtæki X sem hefur fengið hlutabréf sín tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Er verðbréfamiðlaranum heimilt að kaupa 100 hluti í X fyrir viðskiptavin samkvæmt beinum fyrirmælum hans?
Já – (undartekning því verðbréfamiðlari er bara að fylgja fyrirmælum)
Nei
Já, en aðeins ef verðbréfamiðlarinn upplýsir viðskiptavininn um innherjaupplýsingarnar
Aðeins í þeim tilvikum þegar uppgjör fyrirtækisins X hefur verið birt opinberlega
Hlutabréf í Hvolpasveitinni hf. Hafa verið tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Fyrirtækið sérhæfir sig í útgáfu á barnaefni þar sem húsdýr eru í aðalhlutverki. Sigurjón Hlöðver keypti í gegnum einkahlutafélag sitt Bessi ehf. 32% af öllu útgefnu hlutafé í Hvolpasveitinni hf. í lok ágúst sl. Við kaupin (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Stofnast skylda hjá Sigurjóni til að ræða við Samkeppniseftirlitið um horfur á sjónvarpsmarkaðinum
Ber Sigurjóni að láta Eftirlitsstofnun EFTA vita af eignarhlut sínum, sem úrskurðar um málið í samráði við Kauphöllina og Fjármálaeftirlitið
Hefur Sigurjón gerst sekur um markaðsmisnotkun enda hækkaði verð á hlutabréfum í Hvolpasveitinni töluvert við kaupin
Hefur myndast tilboðsskylda (yfirtökuskylda) hjá Bessa ehf. Og ber félaginu að gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð ekki seinna en fjórum vikum eftir að Sigurjón vissi eða mátti vita um tilboðsskyldu. (100gr laga um verðbréfaviðskipti farið yfir 30% og myndast þessi tilboðsskylda) – flöggun hefði líka geta átt við...
Hver getur sinnt viðskiptavakt (merktu við þann möguleika sem er réttur)?
Regluvörður útgefanda
Fjármálafyrirtæki sem hefur heimild til verðbréfaviðskipta
Verðbréfasjóðir sem hafa fjárfestingarheimildir
Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin
Stjórn Kíton hf. Hefur sent endanlega umsókn til Kauphallarinnar um að hlutabréf félagsins verði tekin viðskipta á First North markaðinum. Hlutabréfin hafa ekki enn verið tekin til viðskipta. Hver eftirtalinna fullyrðinga er rétt?
Flöggunarreglur IX. Kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti gilda ekki um viðskipti með hlutabréf á First North markaðinum þegar hlutabréfin hafa verið tekin viðskipta – (77 gr – gildissviðið gildir ekki um MTF)
Kíton hf. Ber að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli
Kauphöllinni ber að hafna umsókninni enda er First North markaðinum einungis hugsaður fyrir verðbréfasjóði og fagfjárfestasjóði
Bann við markaðsmisnotkun gildir um leið og gild og endanleg umsókn hefur borist Kauphöllinni
Hver eftirtalinna fullyrðinga er rétt?
Með yfirráðum samkvæmt X. Kafla laga nr. 108/2007 er m.a. átt við þegar aðili og þeir sem hann er í samstarfi við hefur eignast samanlagt a.m.k. 25% atkvæðisréttar – 30%
Flöggunarskylda tekur til hlutabréfa og skuldabréfa sem hafa verið verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu
Útgefandi hefur 5 virka daga til að birta allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann
Brot gegn banni við markaðsmisnotkun getur varðað fangelsi allt að sex árum – (146 gr)
Áður en fruminnherji á viðskipti með fjármálagerninga útgefanda ber honum (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Að ganga úr skugga um að það liggi ekki fyrir innherjaupplýsingar innan félagsins
Að senda tilkynningu til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um umfang og tímasetningu viðskipta
Að ráðfæra sig við regluvörð að loknu eigin mati á því að hann búi ekki sjálfur yfir innherjaupplýsingum
Valmöguleikar a) og c) eru báðir réttir
Fjármálaeftirlitið getur afturkallað starfsleyfi fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta ef (merktu við þann möguleika sem er rangur):
Fjármálafyrirtækið hefur stofnað útibú fyrir utan Evrópska efnahagssvæðið.
Fjármálafyrirtækið hefur fengið starfsleyfið á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt
Fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki lengur þau lögbundnu skilyrði sem það þurfti að uppfylla til þess að hljóta starfsleyfi
Brjóti fyrirtækið að öðru leyti alvarlega eða ítrekað gegn lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, reglum, samþykktum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim
Brot gegn lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki sæta aðeins rannsókn lögreglu (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Ef rannsókn lögreglu hefst á undan rannsókn Fjármálaeftirlitsins
Ef Fjármálaeftirlitið neitar að rannsaka mál þar sem um minniháttar brot er að ræða
Ef Fjármálaeftirlitið hefur kært brotið til lögreglu
Valmöguleikar a) og b) eru báðir réttir
Hver af eftirtöldum fullyrðingum er röng?
Fjármálafyrirtæki er heimilt að veita lán sem er tryggt með veði í hlutabréfum útgefnum af því ef hlutabréfin eru talin traust trygging af Fjármálaeftirlitinu
Óheimilt er að eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki án samþykkis Fjármálaeftirlitsins.
Starfsmenn fjármálafyrirtækja sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga skulu hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum.
Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef mál varðar viðskipti þeirra sjálfra
Fagfjárfestasjóður er:
Sjóður sem gefur út hlutdeildarskírteini sem eru innleysanleg að kröfu eigenda þeirra. Sjóðurinn hefur hlotið staðfestingu Fjármálaeftirlitsins og hefur heimild til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu
Sjóður um sameiginlega fjárfestingu sem eingöngu stendur fagfjárfestum til boða
Sjóður sem gefur út hlutdeildarskírteini og hefur hlotið staðfestingu Fjármálaeftirlitsins. Sjóðurinn hefur ekki heimild til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu.
Fullyrðingar a) og c) eru báðar réttar.
Eignist aðili eða auki við virkan eignarhlut þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki hæfur til að eignast eða auka við hlut sinn þá (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Getur Fjármálaeftirlitið sett viðkomandi aðila í fangelsi í allt að tvö ár
Fellur atkvæðisréttur hans niður umfram lágmark þess hlutar sem telst virkur
Hefur viðkomandi aðili val um að selja það sem umfram er eða halda hlutnum
Ber Fjármálaeftirlitinu að birta gagnsæistilkynningu þar sem nafn viðkomandi aðila kemur fram
Tilkynna þarf um skortstöðu í hlutabréfum sem hafa verið tekin til viðskipta á MTF til Fjármáleftirlitsins þegar nettó skortstaða fer yfir eða fellur undir hvaða viðmiðunarmörk?
Sem nema 5% af útgefnu hlutafé félags
Sem nema 0,2% af útgefnu hlutafé félags
Þegar seljanleiki bréfanna er kominn yfir hættumörk eins og þau eru skilgreind af Fjármálaeftirlitinu
Á ekki við þar sem tilkynningarskyldan á aðeins við um hlutabréf sem hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði
Hvaða verkefni falla ekki undir verksvið regluvarðar í tengslum við meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja:
Að kanna hvort innherjaupplýsingar séu til staðar áður en veitir ráðleggingu um tímasetningu viðskipta
Að halda rekjanlega og óbreytanlega samskiptaskrá
Að sjá um fræðslu og kynningu fyrir innherja
Að taka ákvörðun um það hvort einstakir starfsmenn fái kaupaauka umfram það sem lög heimila
Hlutabréf í Hvolpasveitinni hf. Hafa verið tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Fyrirtækið sérhæfir sig í útgáfu á barnaefni þar sem húsdýr eru í aðalhlutverki. Sigurjón Hlöðver keypti í gegnum einkahlutafélag sitt Bessi ehf. 32% af öllu útgefnu hlutafé í Hvolpasveitinni hf. í lok ágúst sl. Við kaupin (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Hefur ekki myndast tilboðsskylda (yfirtökuskylda) hjá Bessa ehf. þar sem félög eins og Hvolpasveitin hf. Eru undanþegin tilboðsskyldu eftir gildistöku laga nr. 108/2007
Ber Sigurjóni að láta Eftirlitsstofnun EFTA vita af eignarhlut sínum, sem úrskurðar um málið í samráði við Kauphöllina og Fjármálaeftirlitið
Hefur myndast tilboðsskylda (yfirtökuskylda) hjá Bessa ehf. Og ber félaginu að gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð ekki seinna en fjórum vikum eftir að Sigurjón vissi eða mátti vita um tilboðsskyldu
Hefur Sigurjón gerst sekur um markaðsmisnotkun enda hækkaði verð á hlutabréfum í Hvolpasveitinni töluvert við kaupin
Eftirfarandi ákvæði verðbréfaviðskiptalaga gilda eingöngu um skipulega verðbréfamarkaði (merktu við þann möguleika sem er rangur):
Kafli VII um reglulegar upplýsingar útgefenda
Kafli IX um breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar
Kafli XIII um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja
Kafli X um yfirtöku
Hlutverk verðbréfamiðstöðvar er (merktu við þann möguleika sem er rangur):
Að gera upp viðskipti með rafræn verðbréf
Að sjá um miðlæga vörslu rafrænna verðbréfa fyrir aðila að verðbréfaskráningu og verðbréfauppgjör í samvinnu við Seðlabanka Íslands
Að vera „National Numbering Agency“ og sjá um úthlutun ISIN auðkenna fyrir íslensk verðbréf.
Að veita viðskiptavinum ráðgjöf um fjárfestingar í verðbréfum
Fjármálaeftirlitið getur boðið aðila að ljúka máli með sátt á grundvelli laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti þegar eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Aðili hefur gerst brotlegur við ákvæði laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli laganna og ekki er um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við
) Fjármálaeftirlitið telur að um rökstuddan grun um brot sé að ræða sem varði ekki almannahagsmunum
Aðili hefur gerst sekur gegn ákvæðum í IX.-XII. Kafla laga nr. 108/2007 verðbréfaviðskipti og ekki er um að ræða siðferðislega ámælisvert brot að mati Fjármálaeftirlitsins
Aðili hefur gerst brotlegur við ákvæði laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli laganna og brotið getur ekki varðað fangelsisrefsingu
Fjármálaeftirlitið hefur að ákveðnum skilyrðum uppfylltum heimild til að (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Beita févíti og dagsektum, skipa viðskiptafræðing í stjórn eftirlitsskylds aðila, víkja framkvæmdastjórum eða stjórnarmönnum eftirlitsskyldra aðila, gera athugasemdir og beita einstaklinga og lögaðila stjórnvaldssektum
Beita févíti og dagsektum, skipa sérfræðing, víkja framkvæmdastjórum eða stjórnarmönnum eftirlitsskyldra aðila, gera athugasemdir og beita einstaklinga og lögaðila stjórnvaldssektum
Beita févíti og dagsektum, skipa sérfræðing, víkja framkvæmdastjórum eða stjórnarmönnum eftirlitsskyldra aðila, gera athugasemdir, beita einstaklinga og lögaðila stjórnvaldssektum, veita eftirlitsskyldum aðilum neyðarlán
Beita févíti og dagsektum, skipa sérfræðing, skipta upp fjármálafyrirtækjum ef þau ná tvöfaldri vergri þjóðarframleiðslu, gera athugasemdir og beita einstaklinga og lögaðila stjórnvaldssektum
Samevrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði samanstendur af (merktu við þann möguleika sem réttur):
Framkvæmdastjórn ESB og Fjármálaeftirlitinu
Þremur evrópskum eftirlitsstofnunum: ESMA, EIOPA og EBA
Evrópudómstólnum, EFTA dómstólnum og innlendum dómstólum
Larosière skýrslunni og Evrópska Seðlabankanum
Við mat á yfirtökuskyldu skal samstarf alltaf talið vera fyrir hendi í eftirfarandi tilvikum nema sýnt sé fram á hið gagnstæða (merktu við þann möguleika sem er rangur):
Hjón, aðilar í skráðri sambúð og börn hjóna eða aðila í skráðri sambúð
Nágrannar eða kunningjar
Tengsl eru á milli félags og stjórnarmanna þess og félags og framkvæmdastjóra þess
Tengsl eru milli aðila sem fela í sér bein eða óbein yfirráð annars aðilans yfir hinum eða ef tvö eða fleiri félög eru beint eða óbeint undir yfirráðum sama aðila
Hver af eftirtöldum fullyrðingum er rétt?
Fjármálafyrirtæki er heimilt að veita lán sem er tryggt með veði í hlutabréfum útgefnum af því ef hlutabréfin eru talin traust trygging af Fjármálaeftirlitinu.
Heimilt er að eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki án samþykkis Fjármálaeftirlitsins.
Starfsmenn fjármálafyrirtækja sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga skulu hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum.
Stjórnarmönnum fjármálafyrirtækis er heimilt að taka þátt í meðferð máls ef mál varðar viðskipti þeirra sjálfra, geri þeir viðvart um tengslin fyrirfram.
Eftirfarandi ákvæði verðbréfaviðskiptalaga gilda eingöngu um skipulega verðbréfamarkaði (merktu við þann möguleika sem er rangur):
Kafli VII. Um reglulegar upplýsingar útgefenda
Kafli IX. Um breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar
Kafli XIII um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja
Kafli X. Um yfirtöku
Hlutverk verðbréfamiðstöðvar er (merktu við þann möguleika sem er rangur):
Að gera upp viðskipti með rafræn verðbréf
Að sjá um miðlæga vörslu rafrænna verðbréfa fyrir aðila að verðbréfaskráningu og verðbréfauppgjör í samvinnu við Seðlabanka Íslands
Að fjalla um ágreining viðskiptamanna við verðbréfafyrirtæki.
Að vera „National Numbering Agency“ og sjá um úthlutun ISIN auðkenna fyrir íslensk verðbréf.
Hver af eftirtöldum fullyrðingum varðandi flokkun viðskiptavina í 21. gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er röng:
Fjármálafyrirtæki er skylt að flokka viðskiptavini sína
Fjármálafyrirtæki er skylt að upplýsa viðskiptavin um til hvaða flokks fjárfesta hann telst ef hann hefur verið flokkaður sem almennur fjárfestir.
Fjármálafyrirtæki er óheimilt að flokka viðskiptavini sína sem teljast til fagfjárfesta sem viðurkennda gagnaðila
Fjármálafyrirtæki er heimilt að eiga í verðbréfaviðskiptum við viðurkennda gagnaðila án þess að fullnægja skilyrðum um upplýsingagjöf til viðskiptavina (14. gr.) eða reglum um bestu framkvæmd (18. gr.)
Verðbréfamiðlari býr yfir innherjaupplýsingum um Útvegsbankann hf. Sem hefur fengið hlutabréf sín tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Er verðbréfamiðlaranum heimilt að kaupa 100 hluti í Útvegsbankanum hf. Eftir beinum fyrirmælum viðskiptavinarins?
Já, að því gefnu að verðbréfamiðlarinn upplýsi viðskiptavininn um innherjaupplýsingarnar.
Já, að því gefnu að heildarfjárhæð viðskiptanna fari ekki yfir 500.000 kr.
Já
Nei
Samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er innherja óheimilt að (merktu við þann möguleika sem er réttur):
Að láta þriðja aðila innherjaupplýsingar í té, nema það sé gert í eðlilegu sambandi við starf, stöðu eða skyldur þess sem upplýsingarnar veitir
Að ráðleggja þriðja aðila á grundvelli innherjaupplýsinga að afla fjármálagerninga eða ráðstafa þeim eða hvetja að öðru leyti til viðskipta með fjármálagerningana
Að ræða við regluvörð útgefanda um réttarstöðu sína.
Valmöguleikar a) og b eru réttir.
Ef útgefandi uppfyllir ekki ákvæði eða ákvarðanir Kauphallarinnar sem teknar eru á grundvelli Kauphallarreglnanna getur Kauphöll:
Krafist upplýsinga frá útgefanda
Lagt á útgefandann stjórnvaldssektir sem geta numið frá 500 þús. kr. til 800 millj. kr.
Ákveðið févíti á hendur útgefanda
Valmöguleikar a) og c) eru báðir réttir
Hver eftirtalinna fullyrðinga um eftirlit Fjármálaeftirlitsins er röng?
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða .
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi tryggingafélaga
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með eigendum virkra eignarhluta
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með samkeppnishömlum og ólögmætu samráði.
Hvað er átt við með opinberri fjárfestingaráðgjöf samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti? (merktu við þann möguleika sem er réttur)
Persónulegar ráðleggingar til viðskiptavinar í tengslum við fjármálagerninga að frumkvæði viðskiptavinarins.
Greining eða samantekt upplýsinga sem felur í sér ráðleggingu um kaup eða sölu á fjármálagerningum eða leggur til fjárfestingarstefnu, með beinum eða óbeinum hætti, sem varðar einn eða fleiri fjármálagerninga eða útgefendur þeirra og ætluð er almenningi eða er líkleg til að verða aðgengileg almenningi, svo sem ef henni er dreift til stórs hóps manna
Stjórnun verðbréfasafn í samræmi við fjárfestingarstefnu sem er fyrirframákveðin af viðskiptavini
Valmöguleikar a) og c) eru báðir réttir
2. Ef aðili að skipulegum verðbréfamarkaði brýtur ítrekað eða með vítiverðum hætti skilyrði í aðildarsamningnum getur kauphöll ekki:
A) Sagt upp aðild einhliða
B) Krafist úrbóta innan frests
C) Stöðvað tímabundið aðild hjá viðkomandi aðila
D) Beitt aðilann stjórnvaldssekt sem geta numið frá 500 þús. kr. til 800 millj. kr.
Samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti þurfa eftirfarandi þrjú skilyrði að vera uppfyllt svo að verðbréf teljist til fjármálagerninga (rétt):
Verðbréfin þurfa að vera framseljanleg, hægt verður að eiga viðskipti með verðbréfin á fjármagnsmarkaði og verðbréfin mega ekki vera greiðsluskjöl
Verðbréfin þurfa að vera gefin út rafrænt af Fjármálaeftirlitinu, hægt verður að stunda afleiðuviðskipti með verðbréfin og verðbréfin þurfa að hafa verið gefin út af viðurkenndum aðila
Verðbréfin þurfa að vera framseljanleg, hægt verður að selja verðbréfin til Evrópska Seðlabankans og verðbréfin mega ekki vera greiðsluskjöl
Verðbréfin þurfa að vera framseljanleg, þau þurfa jafnframt að hafa óflekkað orðspor og vera skiptanleg í rafmyntir.
Eftirfarandi gerningur telst ekki vera fjármálagerningur samkvæmt lögum 108/2007 um verðbréfaviðskipti:
Hrávörur
Ríkisvíxlar
Ríkisskuldabréf
Breytanleg skuldabréf
Heimildaskírteini vegna skuldar á verðbréfaformi
Hvað telst til fjárfestingarráðgjafar í skilningi laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti?
Persónuleg ráðlegging starfsmanns Íslandsbanka hf. Til viðskiptavinar um að fjárfesta í fasteignum í Reykjavík. Ráðleggingin var að frumkvæði starfsmannsins.
Persónuleg ráðlegging starfsmanns Íslandsbanka hf. Til viðskiptavinar um að fjárfesta í skuldabréfum útgefnum af sjávarútvegsfélaginu Ezon ehf. Skuldabréfin hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði á Íslandi. Ráðleggingin var að frumkvæði starfsmannsins.
Greining frá Arion banka hf. Sem birtist á heimasíðu bankans um fýsilegustu fjárfestingarkosti á hlutabréfamarkaðinum á Íslandi.
Ráðlegging starfsmanns Arion banka hf. Sem birtist á heimasíðu bankans um að fjárfesta í hlutabréfum í Síldartunnunni hf. Hlutabréf í Síldartunnunni hf. Hafa verið tekin til viðskipta á First North markaðinum.
Jón Eggertsson vinnur í einkabankaþjónustu Landsbankans hf. Lára Sigurgeirsdóttir er flokkuð sem almennur fjárfestir hjá bankanum og óskar eftir fjárfestingarráðgjöf hjá Jóni um fjárfestingar á hlutabréfamarkaðinum á Íslandi. Áður en jón veitir Láru ráðgjöf ber honum að: (Réttur)
Gera ráðstafanir sem miða að sanngjarnri og skjótri framkvæmd fyrirmæla Láru
Óska eftir því að bankinn flokki Láru sem fagfjárfesti þar sem fjárfestingarráðgjöf er aðeins ætlað fagfjárfestum
Afla upplýsinga um þekkingu og reynslu Láru á sviði verðbréfaviðskipta, fjárhagsstöðu hennar og markmið með fyrirhugaðri fjárfestingu þannig að það sé mögulegt að veita henni ráðleggingar um hvaða verðbréfaviðskipti hæfi henni
Beina Láru á heimasíðu bankans þar sem hún þarf að taka krossapróf til að eiga möguleika á að fá fjárfestingarráðgjöf hjá bankanum
Hver af eftirtöldum fullyrð varðandi flokkun viðskiptavina í II. Kafla laga 108/2007 um verðbréfaviðskipti er rétt:
Fjármálafyrirtæki er ekki skylt að upplýsa viðskiptavin um til hvaða flokks fjárfesta hann telst ef hann hefur verið flokkaður sem almennur fjárfestir
Fjármálafyrirtæki þarf aðeins að flokka viðskiptavini sína ef þeir hafa verið í viðskiptum við fjármálafyrirtækið í meira en mánuð
Fjármálafyrirtæki er heimilt að eiga í verðbréfaviðskiptum við viðurkennda gagnaðila án þess að fullnægja skilyrðum um upplýsingagjöf til viðskiptavina (14. gr.) eða reglum um bestu framkvæmd (18.gr.)
Fjármálafyrirtæki er ekki heimilt að flokka viðskiptavini sína sem teljast til fagfjárfesta sem viðurkennda gagnaðila
Fjármálafyrirtæki þurfa ekki að setja sér verklagsreglur um flokkun viðskiptavina
Íslandsbanki ákveður að óska eftir að hlutabréf í bankanum verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði kauphallarinnar. Í tengslum við það er 30% af öllu útgefnu hlutafé bankans boðið til sölu í almennu útboði. Í samræmi við gildandi reglur gefur bankinn út lýsingu og almenna útboðið fer síðan fram. Rúna Loftsdóttir tekur þótt í útboðinu og samþykkir að kaupa 10.000 hluti í bankanum. Áður en útboðstímabilinu lýkur (en eftir að Rúna samþykkir kaupin) koma í ljós mikilvægar upplýsingar sem varða Íslandsbanka sem eru talin geta haft áhrif á mat fjárfesta á hlutabréfunum. Í samræmi við lagakröfur er gefin út viðauki við lýsinguna. Eftir að nýju upplýsingarnarkoma fram vill Rúna ekki lengur kaupa hlutabréfin í Íslandsbanka. Hvaða úrræði hefur Rúna til að hætta við kaupin? (Réttur)
Rúna hefur rétt til að afturkalla samþykki sitt fyrir kaupunum innan tveggja virkra daga frá birtingu viðaukans.
Rúna þarf að senda tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins og óska eftir að kaupin séu ógild á grundvelli neytendasjónarmiða
Rúna hefur rétt til að afturkalla samþykki sitt fyrir kaupunum eins fljótt og auðið er en ekki síðar en mánuði frá birtingu viðaukans
Rúna hefur engin úrræði til að hætta við kaupin en hún getur selt hlutabréfin aftur þegar hlutabréfin hafa verið tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar
Samkvæmt Lýsingarreglugerð nr. ESB 2017/1129 er almenna reglan sú að þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem er staðsettur eða starfræktur innan Evrópska efnahagssvæðisins er gerð krafa um gerð, staðfestingu og dreifingu lýsingar. Skyldan til að birta gildir hins vegar ekki um eftirfarandi tegundir almennra útboða: (Réttur)
Almenn útboð verðbréfa þar sem heildarfjárhæð útboðs er lægri en jafnvirði 8.000.000 evra í íslenskum krónum að því gefnu að útboðið sé ekki tilkynningarskylt í samræmi við 25. gr. Lýsingarreglugerðarinnar
Almenn útboð verðbréfa þar sem heildarfjárhæð útboðs er hærri en jafnvirði 8.000.000 evra í íslenskum krónum að því gefnu að útboðið sé tilkynningarskylt í samræmi við 25. gr. Lýsingarreglugerðarinnar
Útboð verðbréfa sem beint er til fjárfesta sem hver um sig kaupir verðbréf fyrir a.m.k. 1.000 evrur í hverju útboði fyrir sig
Útboð verðbréfa, sem beint er eingöngu til skynsamra fjárfesta
Leirdúfa ehf. er útgefandi skuldabréfaflokks sem er skráður á aðalmarkað kauphallarinnar. Félagið birtir opinberlega árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða reikningsársins 2020 þann 1. september 2020 en lokafrestur til að birta opinberlega árshlutareikning var 31. ágúst 2020. Hefur Leirdúfa ehf. brotið gegn einhverju lagaákvæði? (Réttur)
Já, félagið hefur brotið gegn 28. gr. Laga nr. 110/2007 um kauphallir sem getur varðað févíti
Já, félagið hefur brotið gegn 58. gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem getur varðað stjórnvaldssektum
Já, félagið hefur brotið gegn 78. gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem getur varðað stjórnvaldssektum
Nei, skyldan til að birta opinberlega árshlutareikning á aðeins við um útgefendur hlutabréfa en ekki skuldabréf
Ostabakki hf. er útgefandi skuldabréfaflokks sem er skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar. Félagið hyggst gera breytingar á samþykktum félagsins og stefnir á að leggja tillögu að breytingum á samþykktum félagsins fyrir hluthafafund 15.júní 2021. Hvað þarf félagið að gera samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti áður en tillagan er lögð fyrir hluthafafund félagsins? (Réttur)
Senda drög að breytingum til fjármála- og efnahagsráðuneytisins án tafar og ekki seinna en tveimur virkum dögum fyrir hluthafafundinn
Senda út fréttatilkynningu til helstu fjölmiðla landsins og á Evrópska efnahagssvæðinu og kynna umræddar breytingartillögur
Senda drög að breytingunum til Fjármálaeftirlits Seðlabankans og Kauphallar án tafar og ekki seinna en 15. Júní 2021
Útbúa tilkynningu sem hefur að geyma upplýsingar um heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða í félaginu
Þann 5. maí 2021 keypti verðbréfamiðlari hjá Arion banka hf. 4% í Kviku banka hf. Fyrir hönd einkahlutafélagsins Sultukrukka ehf. Hlutabréf í Kviku banka hafa verið tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands. Verð fyrir hvern hlut í viðskiptunum var 22 kr. Fyrir kaupin átti Sultukrukka ehf. Engin hlutabréf í Kviku banka. Degi síðar, 6. maí 2021 kl. 11, keypti Sultukrukka ehf. Aftur hlutabréf í Kviku banka, 2,5% af heildarhlutafé Kviku banka, fyrir milligöngu sama verðbréfamiðlara. Verð fyrir hvern hlut í viðskiptunum var 23 kr. Tveimur klukkustundum síðar, eða kl. 13 sama dag, seldi verðbréfamiðlarinn fyrir hönd Sultukrukku ehf. 1% í Kviku banka. Verð fyrir hvern hluta nam 23 kr. Við viðskiptin 6. maí hefur Sultukrukka ehf.:
Orðið flöggunarskylt samkvæmt 1. mgr. 78. gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
Orðið yfirtökuskylt í alla hluti í Kviku banka og ber Sultukrukka ehf. að gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð ekki seinna en fjórum vikum eftir að viðskiptin voru tilkynnt
Framið innherjasvik samkvæmt 1. tölul. 1. Mgr. 123. Gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti enda brot á jafnræði aðila á markaði
Ekki orðið flöggunarskylt samkvæmt 1. Mgr. 78. Gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti enda horfir Fjármálaeftirlitið á stöðu atkvæðisréttar í lok dags í samanburði við stöðu dagsins daginn á undan
Reykjavík Air hf. (Reykjavík Air) er flugfélag með hlutabréf sem hafa verið tekin til viðskipta á First North markaðinum. Hallbera Jónsdóttir keypti 6% af öllu útgefnu hlutafé í Reykjavík Air í gegnum verðbréfamiðlara hjá Arion banka þann 7. Maí 2021. Þremur dögum síðar keypti Hallbera 1% af hlutafénu til viðbótar. Við viðskiptin hefur Hallbera: (Réttur)
Gerst sek um innherjasvik samkvæmt 123. Gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfviðskipti
Ekki orðið flöggunarskyld samkvæmt 1. Mgr. 78. Gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
Orðið flöggunarskyld samkvæmt 1. Mgr. 78. Gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
Orðið yfirtökuskyld samkvæmt 100 gr. Laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
Við mat á yfirtökuskyldu skal samstarf alltaf talið vera fyrir hendi nema sýnt sé fram á hið gagnstæða (Rangt):
Nágrannar eða kunningjar
Hjón, aðilar í skráðri sambúð og börn hjóna eða aðila í skráðri sambúð
Tengsl milli aðila sem fela í sér bein eða óbein yfirráð annars aðilans yfir hinum ef tvö eða fleiri félög eru beint eða óbeint undir yfirráðum sama aðila
Tengsl milli félags og stjórnarmanna þess og félags og framkvæmdarstjóra þess
Hlutabréf í Exton hf. Hafa verið tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kaupahallarinnar. Í hvaða tilviki eru löglíkur fyrir samstarfi og þar með að tilboðsskylda (yfirtökuskylda) hafi myndast? (Rétt)
Steinn kaupir í gegnum einkahlutafélagið sitt 18% hlut í Exton hf. Á sama tíma kaupir Rakel, eiginkona hans, 11% hlut í Exton hf. og Þórarinn, sonur þeirra, kaupir 2% hlut í Exton hf. (yfir 30%)
Þuríður kaupir 20% hlut í Exton hf. Og kunningi hennar, Lárus, kaupir 13% í félaginu
Finnur kaupir 15% hlut í Exton hf. og Sindri, nágranni hans, kaupir á sama tíma 17% hlut í Exton hf.
Hákon kaupir í gegnum einkahlutafélagið sitt 17% hlut í Exton hf. og á sama tíma kaupir Páll, sonur hans, 10% hlut í Exton hf.
Hvaða háttsemi telst til viðskiptavaktar í skilningi laga 108/2007 um verðbréfaviðskipti? (rétt)
Að setja fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi skipulegs verðbréfamarkaðar til að koma í veg fyrir innherjasvik af hálfu starfsmanna útgefanda fjármálagernings
Að hafa eftirlit með viðskiptum með tiltekinn fjármálagerning í viðskiptakerfi skipulegs verðbréfamarkaðar
Að setja á hverjum degi fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi skipulegs verðbréfamarkaðar áður en markaður er opnaður og setja fram eins fljótt og mögulegt er ný tilboð ef tilboð viðskiptavaka eru tekin eða felld niður
Að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun á verði fjármálagerninga sem hafa verið teknir til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði
Hvaða háttsemi telst vera markaðsmisnotkun skv 117. Gr. Laga nr 108/2001 um verðbréfaviðskipti?
Að félag sem hefur hlutabréf sín tekin tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði lætur hjá líða að birta opinberlega innherjaupplýsingar sem varða félagið beint
Að dreifa röngum og misvísandi upplýsingum um hlutafélag sem hefur hlutabréf sín tekin til viðskipta markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) með það markmiði að lækka gengi hlutabréfanna
Að ná óbeinum yfirráðum í félagi þar sem flokkur verðbréfa hefur verið tekinn til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og láta hjá líða að gera yfirtökutilboð til annarra hluthafa félagsins
Að eiga viðskipti með hlutabréf sem hafa verið tekin viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði þrátt fyrir að búa yfir innherjaupplýsingum um hlutafélagið sjálft
Hver eftirfarandi er röng?
Markaðsmisnotkun getur varðað allt að sex ára fangelsisrefsingu
Vakni grunur hjá starfsmanni fjármálafyrirtækis um markaðsmisnotkun skal hann þegar í stað tilkynna það til næsta yfirmanns eða regluvarðar
Bann við markaðsmisnotkun gildir bæði um hlutabréf sem hafa verið tekin viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga á Íslandi
Viðskiptavaki sem hefur gert samning við útgefanda er undanþegin banni við markaðsmisnotkun
Hver eftirfarandi fullyrðinga er röng?
Útgefandi hefur fimm virka daga til að birta allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann
Brot gegn banni við markaðsmisnotkun getur varðað fangelsi allt að fimm árum
Flöggunarskylda tekur til hlutabréfa og skuldabréfa sem hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu
Með yfirráðum samkvæmt X. Kafla laga nr. 108/2007 er m.a. átt við þegar aðili, og þeir sem hann er í samstarfi við, hefur eignast samanlagt a.m.k. 30% atkvæðisréttar í hlutafélagi sem hefur hlutabréfin sín tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði
Hver eftirfarandi fullyrðinga er röng varðandi rekstrarfélag verðbréfasjóða?
Rekstrarfélagi er óheimilt að nýta sér sameiginlegan atkvæðisrétt í sjóðunum þannig að geti haft veruleg áhrif á stjórnun útgefanda verðbréfa
Rekstrarfélag með heimildir til eignastýringar þarf ekki að leita samþykkis viðskiptavinar áður en fjárfest er í verðbréfasjóðum
Rekstrarfélagið ber ekki ábyrgð á skuldbindingum einstakra verðbréfasjóða eða deilda þeirra
Rekstrarfélag ber ábyrgð á rekstri verðbréfasjóða og sjóðsdeilda og kemur fram fyrir þeirra hönd
Hvert hlutverk vörslufyrirtækið verðbréfasjóðs? (Rétt)
Framfylgja að verðbréfasjóður skili alltaf hagnaði annars ber að leysa hann upp
Tryggja að rekstrarfélag fari eftir reglum um viðskipti innherja
Sjá um samskipti fyrir hönd sjóðanna við Fjármálaeftirlit Seðlabankans
Umsjá og varðveisla eigna verðbréfasjóðs
Hvað telst ekki til kjarnastarfsemi verðbréfamiðstöðva?
Starfræksla verðbréfauppgjörskerfis
Útvegun og varsla verðbréfareikninga á efsta stigi
Frumskráning verðbréfa í rafrænt kerfi
Uppsetning á samtengingum verðbréfamiðstöðva
Hvaða eftirlitsaðili hefur eftirlit með því að endurskoðunarfyrirtæki fari eftir ákvæðum laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og ákvæðum reglugerða og reglna sem settar eru samkvæmt lögunum? (Rétt)
Ríkislögreglustjóri
Samkeppniseftirlitið
Ríkisskattstjóri
Fjármálaeftirlit Seðlabankans
Stjórn Kíton hf. Hefur sent endanlega umsókn til Kauphallarinnar um að hlutabréf félagsins verði tekin viðskipta á First North markaðinum. Hlutabréfin hafa ekki enn verið tekin til viðskipta. Hver eftirtalinna fullyrðinga er rétt?
Bann við markaðsmisnotkun gildir ekki fyrr en hlutabréfin hafa verið tekin til viðskipta á First North markaðinum
Flöggunarreglur IX. Kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti gilda um viðskipti með hlutabréf á First North markaðinum
Kauphöllinni ber að hafna umsókninni enda er First North markaðinum einungis hugsaður fyrir verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði
Kíton hf. Ber að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt?
Regluverði ber að halda utan um lista yfir þá aðila sem teljist vera aðrir innherjar
Fjármálaeftirlitið birtir opinberlega lista yfir tímabundna innherja
Aðili sem telst til fruminnherja er felldur undir þann flokk óháð því hvort hann búi í raun yfir innherjaupplýsingum eða ekki
Fjárhagslega tengdum aðilum er alltaf óheimilt að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem hafa verið teknir til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði
Viðskiptabankinn Sparikassinn hf. Tekur að sér þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta fyrir Gunnhildi Símonardóttir. Gunnhildur er flokkuð sem almennur fjárfestir hjá bankanum. Áður en þjónustan er veitt ber bankanum (Rétt
Að óska eftir sakarvottorði Gunnhildar til að tryggja að hún hafi ekki brotið gegn verðbréfaviðskiptalögum
Að upplýsa Gunnhildi um að hún getur aðeins fjárfest í skráðum hlutabréfum enda minnsta áhættan af slíkum viðskiptum
Að gera skriflegan samning við Gunnhildi þar sem kveðið er m.a. á um réttindi og skyldur bankans og Gunnhildar
Að fela einkaumboðsmanni með skriflegum samningi að veita Gunnhildi þjónustu sem uppfyllir kröfur verðbréfaviðskiptalaga um viðskipti við almenna fjárfesta
Flokkar viðskiptavina samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti skiptast í:
Fagfjárfesta og aðrir fjárfesta
Almenna fjárfesta, hæfa fjárfesta og viðurkennda gagnaðila
Fjárfesta og reynslu mikla fagfjárfesta
Almenna fjárfesta, fagfjárfesta og viðurkennda gagnaðila
Birta skal árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða ársins opinberlega samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipta Rétt
Eins fljótt og auðið er eftir lok tímabilsins, en ekki seinna en tveimur mánuðum frá lokum tímabilsins
Þegar útgefandi telur markaðinn vera tilbúinn fyrir upplýsingarnar
Eins fljótt og auðið er eftir að ríkisendurskoðun hefur samþykkt reikninginn, en ekki síðar en tveimur mánuðum frá lok tímabilsins
Þegar í stað eftir lok tímabilsins
Þegar innherjaupplýsingar myndast hjá útgefanda hlutabréfa, sem hafa verið tekin viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, ber útgefandanum (Rétt)u
Að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu upplýsingarnar eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli
Að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu upplýsingarnar innan tveggja vikna frá því að regluvörður útgefanda komst að þeirri niðurstöðu að um innherjaupplýsinga hafi verið að ræða
Að senda tilkynninga til Fjármálaeftirlits Seðlabanka og óska eftir heimild til að birta ekki upplýsingarnar opinberlega
Að birta upplýsingarnar eins fljótt og auðið er í helstu fjölmiðlum landsins
Birta þarf opinberlega tilkynningu þegar nettó skorstaða í hlutabréfum nemur hve miklu af útgefnu hlutafé félagsins? (Réttur)
1,2%
3%
5%
0,5%
Við hækkun hækkun hlutafjár í hlutafélagi þarf að (Réttur)
Birta upplýsingar þess efnis í fréttaveitu Fjármálaeftirlits Seðlabankans
Senda tilkynningu til Seðlabanka Íslands og ríkisskattstjóra
Breyta samþykktum félagsins
Kjósa nýja félagsstjórn
Hver fer með æðsta vald í málefnum hlutafélags?
Hlutafélagaskrá
Félagsstjórn
Hluthafafundur
Stærsti hluthafi
Hvað felur óskipt ábyrgð í sér (ábyrgð in solidum)?
Skuldari getur einnig borið refsiábyrgð vegna kröfunnar
Aðili ber ábyrgð á tilteknum hluta kröfunnar, en ekki á henni allri
Kröfuhafi getur krafist fullrar greiðslu kröfu hjá báðum eða öllum aðilum kröfuréttarsambands
Kröfuhafi getur krafist efnda in natura
Með gjaldþrotaskiptum er átt við þegar skuldari fer með dímsúrskurði:
Sviptur eignum sínum og öðrum fjárhagslegum réttindum sem renna til sérstakrar lögpersónu, þrotabús skuldarans, sem verður til við uppkvaðningu úrskurðarins
Gert að gera samning við lánardrottna sína um greiðslu skulda eða eftirgjöf af skuldum
Bannað að ráðstafa eignum sínum eða réttindum og stofna til skuldbindinga á hendur sér, nema aðstoðarmaður hans veiti fyrir fram samþykki sitt til þess hverju sinni
Veitt heimild til að halda áfram rekstri sínum án tillits til skulda og annarra fjárskuldbindinga
Í hverju felst skilavald í skilningi laga nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja?
Heimild til að ákvarða fyrirtæki sem greiðir ekki af skuldum sínum dagssektir
Heimild til að taka ákvarðanir um skipan í stjórn lánastofnana og verðbréfafyrirtækja þegar eigið fé fyrirtækjanna hefur klárast
Heimild til að taka ákvarðanir um skilameðferð og beitingu skilaúrræða hjá lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki sem er á fallandi fæti
Heimild til að úrskurða fjármálafyrirtæki gjaldþrota og skipa yfir fyrirtækinu skilanefnd
Hver ákvarðar hvort fyrirtæki sé á fallandi fæti í skilningi laga nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja?
Fjármála- og efnahagsráðherra
Fjármálaeftirlit Seðlabankans að höfðu samráði við skilavaldið
Skilavaldið
Héraðsdómur
Alfreð Jónsson er forstöðumaður einkabankaþjónustu hjá Íslandsbanka hf. Í starfi sínu hefur Alfreð sinnt fjöldann allan af viðskiptavinum. Einn af viðskiptunum Alfreðs er samfélagsmiðlastjarnan Hlédís Þorgeirsdóttir. Í matarboði í síðustu viku heima hjá Alfreð barst talið að Hlédísi og hugsanlegum tekjum hennar af samfélagsmiðlunum. Til að taka þátt í umræðunum upplýsti Alfreð viðstadda um nákvæmar tekjur Hlédísar vegna samfélagsmiðla og upplýsti einnig að Hlédís skuldaði bankanum háar fjárhæðir vegna yfirdráttar hjá bankanum. Með háttsemi sinni hefur Alfreð (Rétt)
Engin lög brotið enda er Hlédís opinber í persónu sem þarf að þola það að rætt sé um einkamálefni hennar á opinberum vettvangi
Brotið gegn skyldu sinni sem miðlægur mótaðili hjá bankanum samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Brotið gegn þagnarskyldu sinni samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Með ólögmætum hætti miðlað innherjaupplýsingum um einkamálefni viðskiptavinar
Hvað telst vera innri uppljóstrun í skilningi laga nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara?
Þegar starfsmaður hjá banka upplýsir maka sínum um mikilvæg viðskiptaleyndarmál viðskiptavina
Þegar starfsmaður verðbréfafyrirtækis, sem býr yfir innherjaupplýsingum, miðlar þeim áfram til vinar síns án þess að það sé gert í eðlilegu sambandi við starf, stöðu eða skyldur hjá viðkomandi aðila
Þegar starfsmaður verðbréfafyrirtækis, sem býr yfir upplýsingum um fjárdrátt samstarfsfélaga síns, kemur þeim upplýsingum og gögnum til næsta yfirmanns síns hjá verðbréfafyrirtækinu, enda telur hann að yfirmaður sinn geti stuðlað að því að samstarfsfélaginn láti af fjárdrættinum
Þegar starfsmaður banka, sem býr yfir mikilvægum upplýsingum um viðskiptavin bankans, kemur þeim upplýsingum til helstu fjölmiðla landsins, enda er viðskiptavinurinn þjóðþekktur einstaklingur
Hlutafélagið Sorfis hf. Hefur fengið starfsleyfi sem lánafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (allar starfsheimildir sem lánafyrirtæki) og heitir nú Sorfis fjárfestingarbanki hf. Hvað starfsleyfisskyldu starfsemi er bankanum ekki heimilt að stunda?
Veita útlán sem eru fjármögnuð með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi
Taka við innlánum frá almenningi
Sinna eignastýringu
Framkvæma fyrirmæli fyrir hönd viðskiptavina
Hvaða afleiðingar getur það haft í för með sér að stunda starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki án starfsleyfis?
Hefur engar lagalegar afleiðingar enda er athafnafrelsi einstaklinga og lögaðila varið af stjórnarskrá Íslands
Getur varðað stjórnvaldssektum og jafnvel fangelsisrefsingu
Getur haft í för með sér að óbeinn hagnaður fyrirtækisins er gerður upptækur með ákvörðun Fjármálaeftirlits Seðlabankans
Getur leitt til þess að viðkomandi aðili sé bannað að starfrækja félag á Íslandi í a.m.k. 10 ár
Hver af eftirfarandi fullyrðingum er röng?
Starfsmenn fjármálafyrirtækja, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga, skulu hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum
Heimilt er að veita starfsmönnum fjármálafyrirtækja sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka
Stjórnarmenn fjármálafyrirtækja skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef mál varðar viðskipti þeirra sjálfra
Stjórnarmaður í fjármálafyrirtæki má ekki hafa verið úrskurðaður gjaldþrota á síðustu fimm árum
Hvaða verkefni heyrir ekki undir fjármála- og efnahagsráðherra?
Að veita verðbréfamiðstöðvum starfsleyfi
Að skipa prófnefnd verðbréfaviðskipta
Að skipa þrjá sérfræðinga í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans
Að innleiða Evrópulöggjöf og setja reglugerðir á sviði fjármálamarkaða
{"name":"Verðbréfaréttindi - lögfræði", "url":"https://www.quiz-maker.com/QPREVIEW","txt":"Hlutabréf í Netbúðinni hf. voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar á Íslandi árið 2017 og á aðalmarkaði kauphallarinnar í Danmörku árið 2019. Stjórn Netbúðarinnar hf. tók ákvörðun um taka hlutabréf félagsins úr viðskiptum í íslensku kauphöllinni árið 2022 en halda áfram að vera með hlutabréfin skráð í Danmörku. Íslenska kauphöllin tók ákvörðun um að taka hlutabréf Netbúðarinnar hf. til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar þrátt fyrir neitun Netbúðarinnar hf. Hver eftirtalinna fullyrðinga er rétt?, Íslandsbanki hf. ákveður að óska eftir að hlutabréf í bankanum verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Í tengslum við það er 30% af öllu útgefnu hlutafé bankans boðið til sölu í almennu útboði. Í samræmi við gildandi reglur gefur bankinn út lýsingu og almenna útboðið fer síðan fram. Rúna Loftsdóttir tekur þátt í útboðinu og samþykkir að kaupa 10.000 hluti í bankanum. Áður en útboðstímabilinu lýkur (en eftir að Rúna samþykkir kaupin) koma í ljós mikilvægar nýjar upplýsingar sem varða Íslandsbanka sem eru talin geta haft áhrif á mat fjárfesta á hlutabréfunum. Í samræmi við lagakröfur er gefinn út viðauki við lýsinguna. Eftir að nýju upplýsingarnar koma fram vill Rúna ekki lengur kaupa hlutabréfin í Íslandsbanka. Hvaða úrræði hefur Rúna til að hætta við kaupin? (merktu við þann möguleika sem er réttur):, Samkvæmt Lýsingarreglugerð ESB nr. 2017\/1129 er almenna reglan sú að þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði sem er staðsettur eða starfræktur innan Evrópska efnahagssvæðisins er gerð krafa um gerð, staðfestingu og dreifingu lýsingar. Skyldan til að birta lýsingu gildir hins vegar ekki um eftirfarandi tegund almennra útboða (merktu við þann möguleika sem er réttur):","img":"https://www.quiz-maker.com/3012/images/ogquiz.png"}
More Quizzes
SASas
100
Tree Care Service Quiz
630
Landscapes and buildings
11627
SpongeBob Squarepants
940
Unit 5 - fifth year (first term)
15813
Friction
4223
CHE BERGAMO WALLS SEI?
9432
Chupacabra Trivia
520
Addition word problems. Read and answer each questions.
8422
What animal would you become?
10519
CPE PC 3110 Test Your Knowledge
492441
Word Bingo
1050